- Auglýsing -
Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum þegar Chambéry vann öruggan sigur á Toulouse, 34:29, í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Leikið var á heimavelli Chambéry. Sveinn lék með í 36 mínútur. Auk markanna fjögurra var honum einu sinni vikið af leikvelli.
Auk Sveins og félaga í Chambéry eru Nantes, PAUC, Nimes, PSG, Dunkerque og Saran komin í átta liða úrslit frönsku bikarkeppninnar. Síðasti leikur 16-liða úrslita, Montpellier – Cournon, fer ekki fram fyrr en 16. desember.
- Auglýsing -





