- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur stig dregin af PAUC – fall úr deildinni vofir yfir

Marknet í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fjögur stig hafa verið dregin af franska handknattleiksliðinu PAUC sem íslenska landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með. Stjórn deildarkeppninnar í Frakklandi tilkynnti þetta fyrir helgina eftir að mál þóttu blandin í bókhaldi félagsins.

Til greina kemur að svifta PAUC sæti í efstu deild í lok leiktíðar í vor. Stjórnendur PAUC hafa gripið til varna og áfrýjað úrskurðinum, segir í yfirlýsingu félagsins í dag.


Mjög strangar fjárhagslegar og bókhaldslegar kröfur voru settar fyrir nærri þremur áratugum í Frakklandi í kjölfar umframeyðslu og gjaldþrot handknattleiksfélaga. Eftir því sem næst verður komist mun vera uppi sterkur grunur um að PAUC hafi ekki farið eftir bókhaldsreglunum. Þess vegna var brugðist við og hörðustu viðurlögum hótað af hálfu stjórnar frönsku deildarkeppninnar eftir að rökstuddur grunur vaknaði að ekki væri allt með felldu hjá PAUC og það reist sér hurðarás um öxl.

Forráðamenn félagsins eru skiljanlega ekki sáttir og hafa gripið til varna enda telja þeir sig ekki hafa gert neitt rangt. Víst er að ekki eru öll kurl komin til grafar og áfram mun PAUC leik í efstu deild, a.m.k. út leiktíðina í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -