-Auglýsing-

Fjögur úrskurðuð í leikbann – fimm fengu áminningu

- Auglýsing -

Fjögur voru úrskurðuð í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær en fimm sluppu með áminningu, þ.e. voru minnt á stighækkandi áhrifum af brotum sem fylgja útlokunum frá kappleikjum. Leikbönnin taka gildi á morgun, fimmtudaginn 9. október.


Þau fjögur sem verða að bíta í það súra epli að sitja hjá í næstu leikjum félaga sinna eru; Hildur Guðjónsdóttir leikmaður Víkings, Viktor Sigurðsson, Val, Susan Ines Barinas Gamboa, Aftureldingu, og Atli Kristinsson, Selfossi.

Atli er reyndar að mestu hættur að leika en er starfsmaður karlaliðs Selfoss. Hann þótti fara út fyrir starfssvið sitt með ódrengilegri framkomu í viðureign HK og Selfoss í Poweradebikarnum á mánudagskvöldið í Kórnum.

Verða að gæta að sér

Sunna Katrín Heimisdóttir, Víkingi, Inga Dís Jóhannsdótir, Haukum, Framararnir Torfi Geir Halldórsson, Dagur Fannar Möller og Kristrún Steinþórsdóttir verða að gæta að sér í næstu leikjum vegna þess að aganend segir í úrskurði sínum að minnt sé á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota.

Aganefnd HSÍ | Úrskurður 07.10. ’25

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -