- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnir fær tvo Stjörnumenn að láni

Sverrir Eyjólfsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Fjölnis, hefur fengið tvo leikmenn Stjörnunnar að láni fyrir lið sitt. Mynd/Fjölnir
- Auglýsing -

Fjölnir hefur fengið tvo leikmenn Stjörnunnar að láni skömmu áður en flautað verður til fyrsta leiks liðsins í Grill66-deild karla. Fjölnir sækir Þór Akureyri heim í 1. umferð deildarinnar í kvöld.


Um er að ræða tvo efnilega leikmenn, Benedikt Marinó Herdísarson og Jón Ásgeir Eyjólfsson. Báðir þekkja vel þjálfara Fjölnis, Sverri Eyjólfsson, sem tók við þjálfun Fjölnis í sumar eftir að hafa leikið um árabil með Garðabæjarliðinu.


Greint er frá skiptunum á félagaskiptasíðu Handknattleikssambands Íslands. Benedikt og Jón verða þar með löglegir með Fjölni í leiknum við Þór í Höllinni á Akureyri sem hefst klukkan 17.30 í kvöld. Lánasamkomulag Fjölnis og Stjörnunnar um Jón og Benedikt gildir til 31. maí á næsta ári.

Lausir endar hjá Þór Akureyri

Þegar þetta er ritað í hádeginu er ekki að sjá að félagaskipti Þórs fyrir Færeyinginn Jonn Rói Tórfinnsson frá Neistanum og Norður Makedónímanninn Kostadin Petrov frá Vardar hafi ennþá runnið í gegn. Alltént er þeirra ekki getið á fyrrgreindri síðu þar sem skráð eru félagaskipti.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -