- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnir lagði FH óvænt – áfram vinnur toppliðið

Leikmenn Fjölnis lögðu FH-inga á heimavelli í kvöld. Mynd/Facebook síða Fjölnis
- Auglýsing -

Fjölnir vann óvæntan sigur á FH í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í kvöld, 27:25, í viðureign liðanna í Fjölnishöllinni. Þetta var þriðji sigur Fjölnis á leiktíðinni en liðið er í næst neðsta sæti á sama tíma og FH er í þriðja sæti, aðeins fjórum stigum á eftir Gróttu sem er í öðru sæti.

Þyrí Erla Sigurðardóttir markvörður Fjölnis átti stórleik og varði 19 skot.

Tólfti sigur Selfoss

Í hinni viðureign kvöldsins í Grill 66-deild vann efsta liðið, Selfoss, stórsigur á ungmennaliði Hauka, 34:16, á Ásvöllum eftir að hafa verið 14 mörkum yfir þegar fyrri hálfleik var lokið, 20:6. Selfoss hefur unnið alla 12 viðureignir sína í deildinni og stefnir hraðbyri upp í Olísdeildina eftir eins tímabils dvöl í Grill 66-deildinni.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Fjölnir – FH 27:25 (15:14).
Mörk Fjölnis: Telma Sól Bogadóttir 6, Nína Rut Magnúsdóttir 6, Eyrún Ósk Hjartardóttir 5, Sara Kristín Pedersen 4, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 3, Elín Kristjánsdóttir 2, Signý Harðardóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 19.
Mörk FH: Emilía Ósk Steinarsdóttir 6, Brynja Katrín Benediktsdóttir 5, Ena Car 5, Ingibjörg Karlsdóttir 3, Lara Zidek 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Thelma Dögg Einarsdóttir 1, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 1, Dagný Þorgilsdóttir 1, Eva Gísladóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 9, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3.

Haukar U – Selfoss 16:34 (6:20).
Mörk Hauka U.: Brynja Eik Steinsdóttir 4, Anika Rut Smáradóttir 3, Rósa Kristín Kemp 2, Bryndís Pálmadóttir 2, Hildur Sóley Káradóttir 1, Aldís Ósk Antoniussen 1, Roksana Jaros 1, Hafdís Helga Pálsdóttir 1, Þóra Hrafnkelsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 12.
Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 7, Katla María Magnúsdóttir 7, Katla Björg Ómarsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Inga Dís Axelsdóttir 1.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 10, Cornelia Hermansson 7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -