-Auglýsing-

Fjórði sigur KA í röð – þriðja sætið staðreynd

- Auglýsing -

KA færðist upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í kvöld með sannfærandi sigri á Val, 33:28, í viðureign liðanna í KA-heimilinu. Þetta var fjórði sigur KA-liðsins í röð í deildinni.

KA-menn voru mun öflugri síðustu 15 til 20 mínútur leiksins eftir jafna stöðu í hálfleik, 17:17. KA hefur þar með 10 stig eftir sjö leiki, tveimur stigum meira en Valur, og koma í humátt á eftir Haukum og Aftureldingu.


Eins og gefur að skilja var glatt á hjalla í KA-heimilinu á leiknum, ekki síst þegar leið nærri leikslokum og stuðningsmenn KA-liðsins voru staðnir á fætur og brostnir í sögn.

Georgíumaðurinn Giorgi Arvelodi Dikhaminjia átti stórleik á fjölum KA-heimilisins í kvöld, skoraði 12 mörk í 13 skotum. Réðu Valsmenn ekkert við kappann sem sannarlega hefur vaxið ásmegin með hverri viðureigninni.

Valsmenn misstu dampinn þegar á leið síðari hálfleik og gerðu mörg mistök er á leið. Þeir færðu KA-liðinu boltann á silfurfati hvað eftir annað.

KA-liðið heldur áfram á sigurbraut undir stjórn Andra Snæs Stefánssonar, e.t.v. þvert á spár.

Eftir því sem næst verður komist lék Arnór Ísak Haddsson í fyrsta sinn með KA á leiktíðinni.


Mörk KA: Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 12, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7/2, Logi Gautason 5, Morten Linder 3/1, Einar Birgir Stefánsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Arnór Ísak Haddsson 2.
Varin skot: Bruno Bernat 9, 25,7% – Guðmundur Helgi Imsland 0.

Mörk Vals: Gunnar Róbertsson 8/4, Andri Finnsson 4, Magnús Óli Magnússon 3, Daníel Montoro 3, Dagur Árni Heimisson 3, Allan Norðberg 2, Agnar Smári Jónsson 2, Daníel Örn Guðmundsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 21,6% – Jens Sigurðarson 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -