- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórir frá Íslandi í færeyska landsliðinu

Nicholas Satchwell markvörður hjá KA og færesyka landsliðsins leikur með liðinu sínu á nýja leik í kvöld gegn Stjörnunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA-mennirnir Allan Norðberg og Nicholas Satchwel auk Framaranna Rógvi Dal Christansen og Vilhelm Poulsen eru á meðal 17 leikmanna sem valdir hafa verð í færeyska landsliðið sem leikur tvo leiki við Tékka í undankeppni EM2022, 4. og 7. nóvember.

Athygli vekur að KA-maðurinn Áki Egilsnes gefur ekki kost á sér í landsliðið að þessu sinni. Persónulegar ástæður liggja þar að baki eftir því sem segir í tilkynningu frá færeyska handknattleikssambandinu.

Vilhelm Poulsen og Rógvi Dal Christiansen – Mynd/Fram

Færeyingar voru svo lánsamir á dögunum að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, veitti þeim undanþágu til þess að leika heimaleik sinn við Tékka á færeyskri grund. Síðari leikurinn við Tékka verður þar af leiðandi í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn. Fyrri viðureignin verður í Pilzen í Tékklandi.

Á síðustu árum hefur færeyska karlalandsliðið neyðst til að leika heimaleiki sína í Danmörku þar sem Höllin á Hálsi stenst ekki kröfur sem EHF gerir til keppnishúsa í undankeppni stórmóta. Kórónuveirufaraldurinn mun vera ástæða þess að undanþága var veitt að þessu sinni eins og kom fram í frétt handbolta.is á dögunum.

Færeyski landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum.

Nicholas Satchwell, KA Akureyri
Tórður Skorheim Guttesen,
Odder Elite Håndbold
Rói Berg Hansen, HØJ
Leivur Mortensen, Ajax København
Brandur Halgirson, Ajax København
Jónas Gunnarson Djurhuus, Viking Stavanger
Filip Jojic, VÍF
Peter Krogh, H71
Teis Horn Rasmussen, TM Tønder
Kjartan Johansen, Viking Stavanger
Vilhelm Poulsen, Fram
Allan Norðberg, KA Akureyri
Pætur Thomsen, H71
Helgi Hildarson Hoydal, Viking Stavanger
Pætur Mikkjalson, SUS Nyborg
Rókur Akralíð, HEI Skæring
Rógvi Dal Christansen, Fram

Rússar og Úkraínumenn eru einnig í riðlinum með Tékkum og Færeyingum.

Allan Nordberg, leikmaður KA og færeyska landsliðsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -