- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórir Íslendingar eru á topp 100 listanum

Bjarki Már Elísson leikmaður ungverska stórliðsins Veszprém. Mynd/P. Roland - Facebooksíða Veszprém
- Auglýsing -

Fréttamiðillinn Handball-Planet tekur árlega saman lista yfir 100 verðmætustu eða áhugaverðustu félagaskiptin á leikmannamarkaði handknattleikskarla í Evrópu. Að vanda svikust starfsmenn fréttamiðilsins ekki um að taka saman lista vegna tímabilsins sem er að hefjast. Var hann birtur í morgun. Fjórir íslenskir handknattleiksmenn eru á listanum í ár.

Flutningur Bjarka Más Elíssonar frá Lemgo í Þýskalandi til Veszprém í Ungverjalandi er í áttunda sæti listans í ár en listinn var birtur í morgun.


Næstur af Íslendingum er landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. Flutningur hans frá danska meistaraliðinu GOG yfir til franska silfurliðsins HBC Nantes er í 29. sæti.


Aðrir Íslendingar á listanum eru Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason. Báðir gengu þeir til liðs við Kolstad IL í Noregi. Sigvaldi Björn frá Kielce í Póllandi en Janus Daði frá þýska liðinu Göppingen. Forráðamenn Kolstad eru stórhuga enda eiga þeir fleiri leikmenn á listanum góða.


Sigvaldi Björn er í 47. sæti en Janus Daði er í 68. sæti.

Hansen og Gidsel efstir

Danir eru í tveimur efstu sætum listans í ár. Mikkel Hansen er í efsta sæti en hann gekk til liðs við Aalborg Håndbold frá PSG eftir 10 ára veru í Frakklandi. Á eftir Hansen er örvhenta skyttan Mathias Gidsel, nú leikmaður Füchse Berlin, sem kom frá GOG.


Í þriðja sæti er flutningur Frakkans Nedim Remili frá PSG til Kielce. Markverðir eru í tveimur næstu sætum á eftir Remili. Fjórðu áhugaverðustu vistaskiptin eru Svíans Andreas Palicka frá Redbergslid til PSG. Daninn Emil Nielsen er í fimmta sæti. Hann kvaddi HBC Nantes og gekk til liðs við Barcelona. Viktor Gísli tók stöðu Nielsen hjá Nantes.


Listann í heild er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -