Fjórar ungar handknattleikskonur Anna Valdís Garðarsdóttir, Katrín Hekla Magnúsdóttir, Jóhanna Lind Jónasdóttir og Sandra Rós Hjörvarsdóttir hafa skrifað undir samninga við handknattleiksdeild HK. Ýmist eru þær að skrifa undir sína fyrstu samning eða að endurnýja samning sína við félagið eins og kemur fram í tilkynningu HK sem birt er hér fyrir neðan.
Anna Valdís Garðarsdóttir semur við HK að nýju til tveggja ára. Anna Valdís er lykilleikmaður meistaraflokks kvenna, Anna hefur vaxið mikið það sem af er tímabili og hefur skorað 40 mörk í 10 leikjum. Sterkur varnarmaður og hraður og öflugur sóknarmaður með mikinn sprengikraft. Anna Valdís var valin í æfingahóp fyrir U-20 landslið Íslands síðastliðið haust.
Katrín Hekla Magnúsdóttir endurnýjar samning við HK. Katrín Hekla hefur spilað stórt hlutverk í vetur í vinstra horninu og hefur bætt sig mikið í vetur. Hún er traustur leikmaður sem skilar alltaf sínu bæði í vörn og sókn. Katrín Hekla hefur skorað 22 mörk í 10 leikjum það sem af er tímabilinu.
Jóhanna Lind Jónasdóttir semur við HK að nýju til tveggja ára. Jóhanna Lind er örvhentur hornamaður. Jóhanna Lind er hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en það styttist í að hún geti byrjað að æfa aftur af krafti.
Sandra Rós Hjörvarsdóttir skrifar undir samning við HK til næstu tveggja ára. Sandra Rós er að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki kvenna í vetur og hefur tekið þátt í nokkrum leikjum. Sandra getur leyst mörg hlutverk sóknarlega og hefur tekið miklum framförum undanfarið.