Fjórir leikmenn úr æfingahópi landsliðsins í handknattleik karla sem æfir fyrir HM urðu eftir heima í morgun þegar 16 leikmenn auk þjálfara og starfsmanna héldu af stað áleiðis til Portúgal vegna leiks við landslið Portúgals í undankeppni EM sem fram fer í Porto á miðvikudagskvöld. Þeir fjórir sem urðu eftir heima eru Björgvin Páll Gústavsson, Elliði Snær Viðarsson, Kristján Örn Kristjánsson og Magnús Óli Magnússon.
Eftirtalda 16 leikmenn valdi Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, til ferðarinnar.
Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 31/0
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 18/0
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 71/165
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 18/31
Vinstri skyttur:
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 123/230
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern 35/92
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 24/32
Janus Daði Smárason, Göppingen 46/66
Hægri skyttur:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 181/719
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 47/129
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 11/21
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 114/332
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 28/52
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 52/69
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 145/178
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 42/20
Leikurinn ytra á miðvikudaginn hefst kl. 19.30 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Hópurinn kemur svo heim strax á fimmtudaginn og hefur þá undirbúning sinn fyrir heimaleik sinn gegn Portúgal sem fram fer í Schenker-höllinni á Ásvöllum sunnudaginn 10. janúar kl. 16.00. Leikið verður hér heima án áhorfenda en bein útsending verður frá leiknum hjá RÚV.