- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flautað til leiks eftir Evrópumótið

Bruna De Paula leikmaður Metz verður í eldlínunni í Meistaradeildinni í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Flautað verður til leiks á ný í dag í Meistaradeild kvenna að loknu hléi vegna Evrópumeistaramótsins sem fór fram í síðasta mánuði. Tveir athyglisverðir leikir eru á dagskrá um helgina milli liða frá nágrannaríkjunum, Rúmeníu og Ungverjalandi.

Á dag mætir Rapid Búkarest í heimsókn til Györ í Ungverjalandi. Rúmenska liðið er það eina taplausa í keppninni til þessa.  Síðan tkur CSM Búkaresti á móti FTC á sunnudaginn en það er leikur umferðarinnar hjá EHF.

Staðan:

A-riðill:
Bietigheim6411200 – 1559
Vipers6411183 – 1599
CSM Bucaresti6411191 – 1699
FTC6312171 – 1677
Odense6303174 – 1596
Krim6204168 – 1704
Brest6204145 – 1594
Banik Most6006152 – 2460
B-riðill:
Györ6501198 – 13810
Rapid6420187 – 17210
Metz6411193 – 1549
Esbjerg6402202 – 1688
Buducnost6213165 – 1775
Storhamar6204161 – 1704
Kastamonu6105160 – 2142
Lokom. Zagreb6006116 – 1890

Leikir dagsins

A-riðill:

Banik Most – Vipers | Kl. 15.00 | Beint á EHFTV

  • Banik Most er annað af tveimur liðum sem tókst að fá stig í riðlakeppninni í sex fyrstu umferðunum.
  • Tékkneska liðið hefur fengið flest mörk á sig í riðlakeppninni, 246, 32 mörkum meira en næsta lið.
  • Banik Most hefur nú tapað níu leikjum í röð þegar litið er til þátttökuliðsins í keppninni á síðustu árum.
  • Vipers hefur aðeins unnið einn af síðustu þremur leikjum sínum í riðlinum og er jafnt Bietigheim og CSM Búkaresti með níu stig.

B-riðill:

Lokamotiva Zagreb – Esbjerg |Kl. 15.00 | Beint á EHFTV

  • Leikmenn Lokomotiva dreymir um sinn fyrsta sigur í Meistaradeild kvenna en á tveimur leiktíðum hefur liðið tapað tíu leikjum og gert tvö jafntefli.
  • Esbjerg hefur unnið tvo leiki í röð og vonast til að bæta þeim þriðja við í dag.
  • Heimakonur áttu fjóra leikmenn og þjálfara á EM kvenna. Frá Esbjergliðinu voru átta leikmenn og þjálfarar á EM,  þar af fimm í liði Evrópumeistara Noregs.
  • Liðin tvö hafa bestu og verstu skotnýtinguna í riðlakeppninni. Esbjerg er með 68,5% skotnýtingu á meðan Lokomotiva 48,3%.
  • Þetta verður í fyrsta sinn sem þessi lið mætast.

Metz – Kastamonu | Kl.17.00 | Beint á EHFTV

  • Tyrkneska liðið, Kastamonu, hefur aðeins náð að vinna einn leik á þessari leiktíð í Meistaradeild kvenna.
  • Metz hefur hins vegar aðeins tapað einum leik í keppninni á tímabilinu.
  • Sóknarleikur franska liðsins er sá fjórði besti ef marka má tölfræðina. Metz er með 65,2% sóknarnýtingu en tyrkneska liðið er hins vegar með 55,6%.
  • Liðin hafa mæst tvisvar sinnum áður og hefur Metz unnið í bæði skiptin.

Buducnost – Storhamar | Kl. 17.00 | Beint á EHFTV

  • Forráðarmenn Buducnost vonast til að sá fjöldi sem kom á heimaleiki Svartfjallalands á EM kvenna láti einnig sjá sig á viðureigninni við Storhamar.
  • Níu leikmenn Buducnost voru í bronsliði Svartfjallalands á EM kvenna en það eru fyrstu verðlaun Svartfellinga á stórmóti i handknattleik kvenna í 10 ár.
  • Storhamar var með einn leikmann í sigurliði Noregs á EM, línukonuna Ane Cecilie Høgseth.
  • Bæði lið hafa unnið tvo leiki í riðlinum til þessa.
  • Storhamar verða án Line Ellertsen í þessum leik vegna meiðsla en endurheimta hins vegar Ønnu Jakobsen.
  • Þetta er þriðja sinn sem lið þessara félaga mætast.
  • Axel Stefánsson fyrrverandi landsiðsþjálfari kvenna og áður leikmaður m.a. Vals og Þórs, er annar þjálfara Storhamar.

Györ – Rapid Búkaresti | Kl. 17.00 | Beint á EHFTV

  • Ungverska liðið hefur sigrað í þremur leikjum í röð eftir að hafa tapað fyrir Metz í þriðju umferð. Rapid hefur hins vegar ekki enn tapað leik í riðlinum.
  • Stine Bredal Oftedal leikmaður Györ var valin í úrvalslið EM kvenna á dögunum. Hún leiddi lið Noregs til níunda Evrópumeistaratitilsins.
  • Rapid Búkaresti átti flesta fulltrúa á EM kvenna eða 11 talsins.
  • Þetta verður í fyrsta sinn sem þessi lið mætast.
  • Hollenska handknattleikskonan Estvana Polman gekk til liðs við Rapid í vikunni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -