Fleiri leikmenn danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold hafa greinst smitaðir af kórónuveiru. Af þeim sökum hefur viðureign Aalborg og Celje frá Slóveníu sem vera átti í Álaborg annað kvöld verið felld niður. Þetta átti að var vera síðasti leikur beggja liða í riðlakeppninni.
Í gærmorgun kom upp úr dúrnum að Simon Gade, markvörður Aalborg, reyndist vera smitaður af veirunni. Leikmenn og starfsmenn fóru aftur í skimun í morgun. Í kvöld greindi félagið frá að tveir til viðbótar hafi greinst jákvæðir. Um er að ræða Magnus Saugstrup, sem var í sigurliði Dana á HM í Egyptalandi og Lukas Sandell.
Þremenningarnir er sagðir einkennalitlir.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold.
Ljóst er að Aalborg hafnar í fjórða sæti B-riðils Meistaradeildar. Barcelona er efst með fullu húsi stiga. Veszprém verður í öðru sæti og Kiel í þriðja, þá Alaborg. Motor fær fimmta sæti þótt liðið hafi jafn mörg stig og Aalborg. Danska liðið stendur betur að vígi í innbyrðis leikjum. Nantes verður í sjötta sæti, Celje í sjöunda og Zagreb rekur lestina án stiga.