- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flensburg gefur ekkert eftir

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar í Flensburg-Handewitt gefa ekki þumlung eftir í þeirri ætlan sinni að halda þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar eftir að næsta víst er orðið að annað af tveimur efstu sætunum er nær því úr sögunni. Flensburg vann Leipzig á útivelli í gærkvöld, 35:32, og hefur 44 stig í þriðja sæti. Kiel er tveimur stigum á eftir og á leik inni. Forystuliðin, Magdeburg og Füchse Berlin hafa 50 stig hvort. Efstu lið deildarinnar eiga ýmist fimm eða sex leiki eftir óleikna.

Teitur Örn skoraði sex mörk og átti eina stoðsendingu. Danirnir Emil Jakobsen og Simon Pytlick voru markahæstir með tíu og átta mörk. Luca Witzke var markahæstur hjá Leipzig með sjö mörk. Franz Semper var þar á eftir með sex mörk.

Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Leipzig, þar af eitt úr vítakasti. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki mark að þessu sinni. Rúnar Sigtryggsson var að vanda við stjórnvölin hjá Leipzig-liðinu sem er í áttunda sæti.

Öruggur sigur hjá Heiðmari

Heiðmar Felixson fagnaði góðum sigri með Hannover-Burgdorf á heimavelli þegar liðsmenn Göppingen komu í heimsókn, 33:26. Heiðmar er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem skreið upp í sjötta sæti með sigrinum. Liðið er stigi fyrir ofan Gummersbach sem á tvo leiki inni á Hannoverbúa.

Í þriðja leik gærkvöldsins í þýsku 1. deildinni vann Lemgo lið Eisenach, 30:25, í austrinu.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -