- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flensburg rekur þjálfarann fyrirvaralaust

Nicolej Krickau hefur pakkað saman föggum sínum hjá þýska handknattleiksliðinu Flensburg-Handewitt. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þýska handknattleiksliðið Flensburg-Handewitt rak í kvöld danska þjálfarann Nicolej Krickau úr starfi. Óviðandi úrslit í síðustu leikjum er sögð ástæða uppsagnarinnar en liðið tapaði í gærkvöld fyrir Rhein-Neckar Löwen í þýsku 1. deildinni á útivelli, 31:29. Einnig sárnaði mörgum innan félagsins níu marka tap á útivelli fyrir Melsungen fyrir hálfum mánuði.


Svíinn Ljubomir Vranjes, íþróttastjóri Flensburg, og Anders Eggert aðstoðarþjálfari hafa umsjón með þjálfun og stjórn liðsins í næstu leikjum þangað til eftirmaður Krickau verður ráðinn. Stefnt er á að nýr þjálfari verður ráðinn eins fljótt og unnt er, segir í tilkynningu félagsins í kvöld.

Flensburg er í sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar með 19 stig eftir 14 leiki. Liðið hefur unnið níu leiki, gert eitt jafntefli og tapaði fjórum viðureignum.

Keyptur frá GOG

Uppsögn Krickau kemur mörgum í opna skjöldu enda var litið á að hann væri að byggja upp nýtt lið. Krickau var keyptur undan samningi hjá meistaraliðinu GOG í Danmörkum sumarið 2023. Voru miklar vonir við hann bundnar og nokkrir danskir landsliðsmenn keyptir til Flensburg með það fyrir augum að stefna á meistaratitilinn.

Vann Evrópudeildina í vor

Flensburg vann Evrópudeildina í vor sem leið og hafnaði í þriðja sæti í þýsku deildinni og í bikarkeppninni. Liðið er komið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar og er í sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar eins og áður segir. Einnig er Flensburg komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar á fyrir höndum viðureign á útivelli gegn Melsungen hinn 19. desember.

Forverinn á lausu

Forsvera Krickau í stól þjálfara Flensburg, Maik Machulla, var gert að taka pokann sinn hjá danska meistaraliðinu Aalborg í byrjun nóvember eftir aðeins 4 mánuði í starfi. Machulla er ennþá án atvinnu.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -