- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flestir telja að Ísland verði í fimmta sæti á EM

Hvert liggur okkar leið? Elliði Snær Viðarsson og Elvar Örn Jónsson horfa til himins á æfingu í Ólympíuhöllinni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Töluverðar bjartsýni gætir á meðal Íslendinga um að íslenska landsliðið í handknattleik karla verði í allra fremstu röð á Evrópumótinu en liðið hefur þátttöku í kvöld með viðureign við Serbíu í Ólympíuhöllinni í München í Þýskalandi. Flautað verður til leiks klukkan 17.

Í könnun sem hefur verið opin fyrir lesendur handbolta.is síðustu daga eru um 86% þátttakenda á þeirri skoðun á íslenska landsliðið hafni í einu af átta eftstu sætum mótsins.

Flestir töldu fimmta sætið verða hlutskipti íslenska landsliðsins að þessu sinni, eða 21,4% þeirra sem tóku þátt í könnunni. Þar á eftir voru 13,3% á þeirri skoðun að Ísland vinni til bronsverðlauna. Þar á eftir eru sjöunda og áttunda sætið jöfn með 12,2% atkvæða og en slétt 12 % þeirra sem tóku þátt telja sjötta sætið verða líklegustu niðurstöðu Íslands. Það er sama sæti og Ísland hafnaði í á EM 2022 í Búdapest.

Nærri tíu próstent þátttakenda telja líklegast að Ísland leiki til úrslita á mótinu og verði annað hvort í fyrsta eða öðru sæti, þar af telja liðlega 6% að íslenska landsliðið komi heim með gullverðlaun í fyrsta sinn.

Þrír telja að Ísland reki lestina

Þrír þátttakendur voru ekki ýkja bjartsýnir og telja að Ísland reki lestina af 24 liðum. Sex merktu við sextánda sætið sem löngum var hlutskipti Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Alls tóku nærri 1.000 lesendur þátt í könnunni og þakkar handbolti.is þeim kærlega fyrir þátttökuna. Nú er að sjá hver örlög íslenska landsliðsins verða á EM. Næstu tvær vikur skera úr um það. Alvaran tekur nú við.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -