- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lesendur eru bjartsýnir um góðan árangur á HM

Íslenska landsliðið hefur löngum hrifið þjóðina með sér. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Lesendur handbolta.is telja mestar líkur til þess að íslenska landsliðið í handknattleik karla leiki um fimmta til áttunda sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hófst í gærkvöld í Póllandi og verður leitt til lykta í Stokkhólmi sunnudaginn 29. janúar. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður í kvöld gegn Portúgal.

Ríflega fjórir af hverjum tíu sem tók þátt í könnun handbolta.is meðal lesenda telur að íslenska landsliðið leiki um fimmta til áttunda sæti mótsins.

Vongóðir um bronsið

Næst flestir eru á þeirri skoðun að bronsverðlaunin komi í hlut íslenska landsliðsins. Fjórðungur þátttakenda var svo vongóður.
Alls vonar hálft fjórtánda prósent að íslenska liðið verði heimsmeistari en fáir telja að íslenska landsliðið tapi úrslitaleiknum ef það nær svo langt.

Fleiri eru vongóðir um sigur í úrslitaleiknum en tap, ef Ísland leikur til úrslita.

Ríflega eitt prósent taldi flest ganga á afturlöppunum hjá íslenska liðinu og að það taki þátt í keppninni um forsetabikarinn í fyrsta sinn.

Alls tóku 732 þátt í könnunni sem stóð yfir frá því síðla á mánudaginn og þangað til árla í morgun. Handbolti.is þakkar lesendum kærlega fyrir þátttökuna.

Niðurstöður:

Leikur um 5. – 8. sæti31042,3%
Hafnar í 3. sæti18325,0%
Hafnar í 1. sæti9913,5%
Hafnar í 4. sæti658,9%
Hafnar í 2. sæti354,8%
Úr leik eftir milliriðla324,4%
Fer í forsetabikarinn81,1%

HM 2023 – leikjadagskrá, staðan, riðlakeppni.

D-riðill (Kristianstad)
12. janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -