Íslenska landsliðið í handknattleik karla flaug af landi brott í morgun áleiðis til Þýskalands þar sem það leikur tvisvar sinnum við þýska landsliðið á morgun og á sunnudaginn. Frá Þýskalandi fer íslenska landsliðið upp úr miðjum næsta þriðjudegi til Svíþjóðar þar sem það hefur keppni á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn með leik við Portúgal.
Uppselt er á báðar viðureignir Þýskalands og Íslands sem fram fara í Bremen á morgun og í Hannover á sunnudaginn. Alls hefur þýska handknattleikssambandið selt rétt tæplega 19 þúsund aðgöngumiða á viðureignirnar.
Leikurinn á morgun hefst klukkan 15.15 og á sunnudaginn klukkan 14.30. Báðir leikir verða sendir út hjá RÚV.
Af 19 leikmönnum sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi í HM-hóp sinn á Þorláksmessu fóru 18 með til Þýskalands og að óbreyttu áfram til Svíþjóðar í næstu viku. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson verður í viðbragsstöðu í Danmörku þar sem hann býr.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (244/16).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (35/1).
Aðrir leikmenn:
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (91/291).
Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (8/25).
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (158/618).
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (9/17).
Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich (137/269).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (54/140).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (39/76).
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (58/83).
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, PAUC (21/29).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (66/216).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig (33/76).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (16/55).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (49/127).
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (71/81).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (23/30).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (64/34).
Þjálfari:
Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Aðstoðarþjálfarar:
Gunnar Magnússon.
Ágúst Þór Jóhannsson.
Læknir:
Brynjólfur Jónsson.
Sjúkraþjálfarar:
Elís Þór Rafnsson.
Jón Birgir Guðmundsson.
Fararstjórn:
Reynir Þór Stefánsson, varaformaður HSÍ.
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.
Kjartan Vídó Ólafsson, markaðstjóri HSÍ og fjölmiðlafulltrúi.
Guðni Jónsson, liðsstjóri og vítaskytta.
Kristján Orri Jóhannsson ljósmyndari og umsjónarmaður samfélagsmiðla HSÍ.
Leikjadagskrá HM – smellið hér.
Leikir á HM 2022 - D-riðill (Kristianstad) 12. janúar: Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17. Ísland – Portúgal, kl. 19.30. 14. janúar: Portúgal – Suður Kórea, kl. 17. Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30. 16. janúar: Suður Kórea – Ísland, kl. 17. Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.