Kvennalandsliðið í handknattleik hélt af stað í rauðabítið í morgun áleiðis til Tékklands þar sem A- og B-landsliðin taka þátt í fjögurra liða mótum á fimmtudag, föstudag og á laugardag með landsliðum frá Noregi, Sviss og Tékklandi.
Valdir voru 30 leikmenn til fararinnar sem er einn liður í áframhaldindi uppbyggingu kvennalandsliðsins sem staðið hefur yfir síðustu mánuði undir stjórn Arnars Péturssonar, landsliðsþjálfara.
Leikjadagskrá A landsliðs kvenna:
25.nóv. kl. 17, Ísland – Noregur.
26.nóv. kl. 19, Ísland – Sviss.
27.nóv. kl. 13, Ísland – Tékkland.
Leikjadagskrá B landsliðs kvenna:
25.nóv. kl. 15, Ísland – Noregur.
26.nóv. kl. 15, Ísland – Sviss.
27.nóv. kl. 9, Ísland – Tékkland.
- Auglýsing -