- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flugeldasýning hjá Bjarka Má

Bjarki Már Elísson getur kvatt Lemog sem markakóngur í annað sinn á þremur árum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson bauð upp á flugeldasýningu í kvöld þegar hann skoraði 15 mörk í 15 skotum er Lemgo tók á móti franska liðinu Nantes í Evrópudeildinni í handknattleik. Bjarka Má héldu bókstaflega engin bönd, hann var hreint ótrúlegur í jafnteflisleik, 37:37.


Vinstri hornamaður Nantes, Spánverjinn Valero Rivera skoraði 11 mörk, í markaveislunni sem boðið var upp á í Lemgo í kvöld. Nantes var þremur mörkum yfir í hálfleik, 20:17. Bæði lið voru fyrir leikinn í kvöld komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar.


Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson þrjú þegar sigurlið Evrópudeildarinnar á síðasta keppnistímabili, SC Magdeburg, vann Kristján Örn Kristjánsson, Donna, og samherja i PAUC með 11 marka mun í suðurhluta Frakklands, 39:28. Donni skoraði þrjú mörk fyrir PAUC.


Viktor Gísli Hallgrímsson fékk loksins tækifæri til þess að spreyta sig eitthvað að ráði í marki GOG í kvöld þegar liðið vann finnsku meistarana Cocks örugglega í Finnlandi, 34:23. Viktor var með um 33% markvörslu en hann stóð annan hálfleikinn á milli stanganna í marki GOG sem er eins og Lemgo og Magdeburg komið áfram í 16-liða úrslit.


Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen eru enn í baráttu um að komast í sextán liða úrslit. Þeir töpuðu naumlega í kvöld fyrir Eurofarm Pelister í Norður Makedóníu, 27:26, og eru í fjórða sæti D-riðils þegar tvær umferðir eru óleiknar.


A-riðill:
Füchse Berlin – Bidasoa Irun 35:23.
Tatran Presov – Wisla Plock 15:29.
Pfadi Winterthur – Toulouse 27:30.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill:
Medvedi – Benfica 27:32.
Cocks – GOG 23:34.
Lemgo – Nantes 37:37.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


C-riðill:
Sävehof – Nexe 33:23.
PAUC – Magdeburg 28:39.
Gorenje Velenje – Ciudad de Logrono 32:31.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


D-riðill:
AEK Aþena – Nimes 34:30.
RK Eurofarm Pelister – Kadetten 27:26
Sporting – Tatabánya 34:26.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -