-Auglýsing-

Flutti heim eftir skamma dvöl í Noregi

- Auglýsing -

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur á ný gengið til liðs við Íslands- og bikarmeistara Fram eftir skamma veru hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandefjord. Fram staðfesti komu Þorsteins Gauta í færslu á Facebook í morgun.

Þorsteinn Gauti getur þar með leyst úr einhverjum af þeim vanda sem Fram er í vegna meiðsla Marel Baldvinssonar og Magnúsar Öder Einarssonar.

Í sumar ákvað Þorsteinn Gauti að söðla um og kvaddi Fram eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari með liðinu en hann lék stórt hlutverk hjá Fram, einkum í sóknarleiknum, ekki aðeins á síðustu leiktíð, heldur á nokkrum undangengnum leiktíðum. Virðist sem Þorsteini Gauta hafi ekki líkað vistin í Sandefjord.

Auk þess að leika með Fram hefur Þorsteinn Gauti átti sæti í finnska landsliðinu undanfarin þrjú ár. Hann lék með Aftureldingu frá 2019 til 2021.


Þriðji Framarinn kveður – Gauti fer til Noregs

Þorsteinn Gauti sagður á leið til Fram á nýjan leik

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -