- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fluttu sig inn á Giza-sléttuna fyrir leikinn við Sviss – myndir

Íslenski hópurinn við komuna á Marriot-hótelið nærri Giza-sléttunni. MyndHSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik flutti sig um set í dag. Yfirgaf hótelið sem það hefur dvalið á í rúma viku í New Capital borgarhlutanum í Kaíró og kom sér fyrir á hóteli nærri Giza-sléttunni ekki langt frá þeim stað þar sem píramídarnir eru. Flutningur var nauðsynlegur sökum þess að leikir íslenska landsliðsins í millriðlum fara fram í keppnishöllinni í þeim hverfishluta borgarinnar sem kenndur er við 6. október. Þar ekki svo fjarri er keppnishöllin sem nefnd er eftir Dr. Hassan Moustafa forseta alþjóða handknattleikssambandsins sem er Egypti.

Landsliðið æfði í Hassan Moustafa íþróttahöllinni síðdegis eftir að hafa komið sér fyrir á hótelinu og rölt aðeins um hótelgarðinn í veðurblíðunni sem þar ríkti.

Framundan er leikur við Sviss á morgun. Flautað verður til hans klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Í framhaldi mætir íslenska landsliðið liðsmönnum franska landsliðsins á föstudag og norska landsliðinu á sunnudag. Eftir milliriðlakeppnina fara tvö efstu liðin áfram í átta liða úrslit.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá deginum. Tvær þeirra eru frá æfingu í Hassan Moustafa íþróttahöllinni, tvær fyrir utan núverandi hótel og ein þeirra var tekin fyrir utan hótel sem landsliðið var á fyrstu átta næturnar í Kaíró. Forsvarsmenn hótelsins vildu gjarnan eiga mynd í safni sínu af hinum vaska íslenska keppnishóp.

Íslenski landsliðshópurinn fyrir utan St.Regis hótelið þar sem dvalið hefur verið síðustu daga. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -