- Auglýsing -
Stundum er sagt að ekki sé ráð nema í tíma sér tekið. Það má e.t.v. segja um þá tilkynningu danska landsliðsmannsins Niclas Kirkeløkke í dag. Hann hefur semsagt ákveðið að ganga til liðs við Fredericia HK sumarið 2027. Þá rennur samningur hans við Flensburg-Handewitt sitt skeið á enda.
Samningur Kirkeløkke við Fredericia HK sem tekur gildi eftir 18 mánuði bindur hann hjá félaginu í þrjú ár, fram á mitt árið 2030. Kirkeløkke hefur sannarlega fast land undir fótum á atvinnumarkaðnum næstu fimm ár.
Kirkeløkke kvaddi GOG á Fjóni sumarið 2019 til þess að gerast liðsmaður Rhein-Neckar Löwen í Mannheim. Frá Rhein-Neckar Löwen fór Kirkeløkke til Flensburg sumarið 2023.
- Auglýsing -




