- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flytur heim í sumar og leikur með Val

Hildigunnur Einarsdóttir er leikmaður Leverkusen. Mynd/Bayer Leverkusen
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Hildigunnur Einarsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val og gengur til liðs við félagið í sumar. Hildigunnur er þessa stundina samningsbundin Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Hildigunnur þekkir vel til á Hlíðarenda en hún lék með Val frá árunum 2006-2012 áður en hún hélt erlendis í atvinnumennsku og gekk í raðir Tertnes Håndball Elite. Hildigunnur hefur einnig leikið með BK Heid í Svíþjóð, Koblenz, Dortmund og Leverkusen í Þýskalandi auk meistaraliðsins Hypo í Austurríki.

Hildigunnur sem er línumaður og sterkur varnarmaður einnig á að baki 81 landsleik sem hún hefur skoraði í 82 mörk.

„Ég er rosa spennt að koma heim í Val. Ég er búin að vera 9 ár úti og finnst núna vera rétti tíminn til að koma heim og byrja að vinna og koma heim til fjölskyldunnar. Ég veit að ég mun sakna boltans hérna úti en ég er það spennt að flytja til Íslands að ég veit að ákvörðunin er rétt. Ég er mjög ánægð að geta farið heim í Val og klárað ferilinn minn þar,“ er haft eftir Hildigunni í tilkynningu á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Vals.

Hildigunnur er óðum að ná sér á strik eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í byrjun febrúar. Hildigunnur sagði við handbolta.is í dag að hún geri sér góðar vonir um að leika á ný með Leverkusen í þýsku 1. deildinni í næstu viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -