- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Forskot Hauka jókst – Selfoss vann í Mosó og KA fagnaði í grannaslagnum

- Auglýsing -

Haukar eru áfram í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik. Í kvöld jók liðið forskot sitt upp í þrjú stig með sigri á HK, 33:19. Á sama tíma tapaði Afturelding, sem er í öðru sæti, fyrir Selfossi á heimavelli, 29:28. Tryggvi Sigurberg Traustason skoraði sigurmark Selfyssinga í Myntkauphöllinni að Varma. Þetta var fyrsti sigur Selfossliðsins í deildinni frá 2. október er það lagði ÍBV á heimavelli, 31:30. Um leið er um að ræða fyrsta sigur Selfossliðsins á útivelli í Olísdeildinni á keppnistímabilinu.

Haukar kjöldrógu HK-inga, 33:19, í Kuehne+Nagel höllinni á Ásvöllum. Haukar hafa nú 18 stig eftir 11 leiki. Afturelding er með 15 stig.


Haukar voru aðeins marki yfir í hálfleik, 13:12. HK-ingum féll allur ketill í eld í síðari hálfleik og var leikur liðsins með ósköpum á sama tíma og Haukar gengu á lagið. Um miðja síðari hálfleik var forskot Hauka orðið átta mörk, 24:16. Aron Rafn Eðvarðsson var frábær í marki Hauka með nærri 50% hlutfallsmarkvörslu.

KA settist í þriðja sæti Olísdeildar með sigri í grannaslagnum við Þór, 32:28, í troðfullu KA-heimili. KA-menn voru með yfirhöndina í leiknum allan tímann en það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem munurinn á liðunum varð verulegur, um tíma fimm til sex mörk.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild.

Úrslit leikja kvöldsins.

Haukar – HK 33:19 (12:11).

Mörk Hauka: Freyr Aronsson 7, Birkir Snær Steinsson 7, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Jón Ómar Gíslason 3, Hergeir Grímsson 3, Össur Haraldsson 3m Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 16/2, 48,5% – Magnús Gunnar Karlsson 4, 66,7%.

Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 9, Leó Snær Pétursson 3, Tómas Sigurðarson 2, Haukur Ingi Hauksson 2 Aron Dagur Pálsson 1, Örn Alexandersson 1, Ágúst Guðmundsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 11/3, 33,3% – Róbert Örn Karlsson 2, 15,4%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

KA – Þór 32:28 (14:12).

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 14/7, Logi Gautason 6, Morten Linder 4, Einar Birgir Stefánsson 3, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 14, 37,8% – Guðmundur Helgi Imsland 2/2, 50%.

Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 9, Oddur Grétarsson 7/5, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Hafþór Már Vignisson 2, Hákon Ingi Halldórsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Þormar Sigurðsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 6, 21,4% – Patrekur Guðni Þorbergsson 5, 35,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.


Afturelding – Selfoss 28:29 (17:14).

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8, Ihor Kopyshynskyi 5, Stefán Magni Hjartarson 4, Harri Halldórsson 3, Sveinur Olafsson 3, Oscar Sven Leithoff Lykke 2, Ágúst Ingi Óskarsson 1, Kristján Ottó Hjálmsson 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 19.

Mörk Selfoss: Anton Breki Hjaltason 6, Hannes Höskuldsson 6, Elvar Elí Hallgrímsson 4,Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Gunnar Kári Bragason 3, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Sölvi Svavarsson 2, Hákon Garri Gestsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 15.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -