Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Akureyri:
„Það var mjög sætt að ná markmiðinu með stuðningsmönnum okkar,“ segir Hafþór Már Vignisson leikmaður Þórs í samtali við handbolta.is í eftir að Þór tryggði sér sæti í Olísdeildinni í dag með sigri á HK2, 37:29, í lokaumferðinni að viðstöddum 1.500 áhorfendum í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Hafþór Már er einn þeirra Þórsara sem kom heim fyrir tímabilið eftir veru hjá félagsliðum sunnan heiða og einu í Þýskalandi og Noregi. „Við fórum ekkert leynt með það fyrir tímabilið að markmiðið væri að fara upp í Olísdeildina. Okkur tókst það.“
Lengra viðtal er við Hafþór Má í myndskeiði hér fyrir ofan.
Sjá einnig:
„Miklar tilfinningar eru í gangi“
Snertir taugarnar að koma heim og ná þessu
„Þór á að vera í Olísdeildinni“
Þór er kominn í Olísdeild karla