„Ég er hrikalega ánægður með að hafa unnið leikinn og náð í tvö alveg ótrúlega mikilvæg stig. Frábær byrjun í milliriðlinum,“ segir Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í Zagreb Arena í kvöld að loknum sigrinum á Egyptum, 27:24, í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla.
„Það er líka hrikalega mikilvægt fyrir okkur að ná að fylgja eftir leiknum við Slóvena hér í kvöld gegn Egyptum og ná þessum varnarleik aftur. Við vorum að berjast hver fyrir annan. Þetta var drulluflottur leikur,“ segir Orri Freyr ennfremur sem sannarlega hefur ekki fengið nóg. Hann vill fylgja sigrinum eftir með því að leggja allt í sölurnar á föstudaginn gegn Króötum.
Verðum að klára dæmið
„Við erum í góðri stöðu en það er ekkert í hendi. Tveir leikir eru ennþá eftir og þá verðum við að klára og komast í átta liða úrslit eins og okkur langar til.
Vörnin hefur verið rosalega góð og Viktor frábær í markinu. Við getum samt bætt okkur á einhverjum sviðum þótt margt hafi verið gott í dag,“ segir Orri Freyr Þorkelsson í samtali við handbolta.is eftir leikinn í Zagreb Arena í kvöld.
Lengra viðtal er við Orra Frey hér fyrir ofan.