- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábær karakter og liðsheild

Lilja Ágústsdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir fagna sigri. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

„Óhætt er að segja að það hafi verið virkilega erfið fæðing á þessum sigri okkar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir fimm marka sigur íslenska landsliðsins á Afríkumeisturunum Angóla, 24:19, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í Skopje í Norður Makedóníu í dag.

Fórum í 5/1 vörn

„Við vorum komin þremur mörkum undir um miðjan síðari hálfleik þegar okkur tókst að snúa við blaðinu. Í þeirri stöðu var auðvelt að gefast upp en mér fannst stelpurnar sýna mikinn karakter og yfirvegun á þessum tímapunkti auk þess sem breytingar sem við gerðum skiluðu árangri. Um leið og við fórum yfir í 5/1 vörn þá fórum við að vinna boltann í meira mæli og skoruðum mörk eftir hraðaupphlaup. Um leið kom ákveðin ró yfir sóknarleikinn,“ sagði Ágúst Þór sem viðurkenndi að þungu fargi væri létt af leikmönnum og þjálfurum þegar fyrsti leikur væri að baki og fyrstu stigin komin í safnið.

Miklvægur sigur

„Ég er stoltur og sáttur við liðið eftir fyrsta leik okkar. Það var var margt gott og ég er mjög ánægður með liðsheildina sem stelpurnar sýndu í dag. Þetta var mjög mikilvægur sigur í upphafsleik á stórmóti gegn liði sem var í efsta styrkleikaflokki af liðunum fjórum í riðlinum. Við höldum ótrauð áfram,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson.

Frídagur á morgun

Frídagur er á mótinu á morgun hjá íslenska liðinu. Næsta viðureign verður gegn Norður Makedóníu á föstudaginn áður en riðlakeppninni lýkur á laugardag með leik gegn bandaríska landsliðinu.

Sjá einnig:

Sneru við taflinu á síðustu 10 mínútunum gegn Afríkumeisturunum

HMU20 kvenna – leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -