- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábær leikur – ertu að grínast með stemninguna?

- Auglýsing -

„Þetta var frábær leikur hjá okkur, bara gaman,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari karlaliðs ÍR í samtali við handbolta.is í kvöld eftir 10 marka sigur ÍR-inga á Fjölni, 36:26, í 1. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Fjölnishöllinni í Grafarvogi. ÍR-ingar léku við hvern sinn fingur í frábærri stemningu á leiknum.

„Við erum með marga unga stráka í liðinu og það var alltaf ljóst að spennustigið yrði hátt. Ég sagði þeim að í þessu öllu væri kraftur og orka sem væri rétt að nýta til þess að keyra bara á fullum krafti, nýta kraftinn og þeir gerðu það svo sannarlega allan leikinn. Ég er ánægður með það,“ sagði Bjarni sem var skiljanlega í sjöunda himni með sína menn.

„Ég var allan tímann að hvetja leikmenn til þess að halda áfram, leika til enda þótt forskotið væri mikið. Ekki gefa neitt eftir. Það er ég ánægðastur með í leikslok að menn héldu endalaust áfram og gáfu Fjölnismönnum aldrei tækifæri á að komast í leikinn,“ sagði Bjarni sagði það vera ákveðna kúnst að halda áfram allt til loka af krafti eftir að hafa náð góðu forskoti snemma leiks. „Ekki fara út í að verja forskot eða slaka á.“

Erum að senda okkur skilaboð

Spurður hvort ÍR-liðið hafi verið að senda öðrum liðum deildarinnar skilaboð sagðist Bjarni frekar líta á það sem svo að piltarnir væru að senda sjálfum sér skilaboð með frammistöðunni.

„Það er aðalatriðið að við trúum á eigin getu og að við gefum allt í þetta. Um leið sendum við skilaboð til allra þeirra frábæru stuðningsmanna sem komu á leikinn. Ertu að grínast með stemninguna,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari karlaliðs ÍR.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Bjarna efst í þessari grein.

Kraftur og hraði í ÍR-ingum í nýliðaslagnum

Staðan og næstu leikir í Olísdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -