- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábær síðari hálfleikur færði Ystad sigur í Aix

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Með frábærum sóknarleik í síðari hálfleik þá vann sænska meistaraliðið Ystads IF HF góðan sigur í Aix á liði PAUC, 36:34, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Ystads skoraði 21 mark í síðari hálfleik og fengu leikmenn PAUC ekki við neitt ráðið. Ystads er þar með komið með sex stig eftir fimm leiki eins og PAUC í öðru til þriðja sæti B-riðils, stigi á undan Val.
PAUC var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:15.

Ystad er á leiðinni í Origohöllina

Sænsku meistararnir mæta í Origohöllina eftir viku í miklum ham eftir að hafa lagt Flensburg og PAUC með viku millibili. Rétt er að benda handknattleiksáhugafólki á að miðasala á leik Vals og Ystads stendur yfir á miðasöluvef Tix.is. Viðureign Vals og Ystad er nokkuð sem handknattleiksáhugamenn mega ekki missa af.

Donni náði ekki að skora

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var í leikmannahópi PAUC í kvöld. Hann skoraði ekki mark en átti tvö markskot sem geiguðu. Honum var einu sinni vísað af leikvelli. Donni var að stíga upp úr ökklameiðslum og hefur ekki öðlast fyrri styrk.

Gamla brýnið skoraði sjö mörk

Jonathan Svensson skoraði átta mörk fyrir Ystads í leiknum í Aix í kvöld og gamla brýnið, Kim Andersson, var næstur með sjö mörk. Anton Mänsson skoraði sex mörk. Niklas Kraft markvörður var með 38% vörslu. Á sama tíma fékk Romero Carreras ekki við neitt ráðið í marki PAUC.


Matthieu Ongvar markahæstur hjá PAUC ásamt Ian Serrrano með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -