- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábært að spila fyrir fólkið okkar

Sunna Jónsdóttir, handknattleikskona með ÍBV. Mynd/ÍBV
- Auglýsing -

„Frábær og mikilvægur sigur hjá okkur í erfiðum leik sem var járn í járn allan tímann,“ sagði Sunna Jónsdóttir markahæsti leikmaður ÍBV með 10 mörk í sigurleiknum á Val Vestmannaeyjum í dag í 3. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik. Með sigrinum komst ÍBV eitt upp í efsta sæti deildarinnar en liðið hefur nú fimm stig, stigi meira en Valur, Fram og Stjarnan.

Auk þess að skora 10 mörk þá átti Sunna fimm löglegar stöðvanir í vörn, stal boltanum einu sinni af Valsliðinu og varði eitt skot. Sunna vildi ekki gera mikið úr eigin frammistöðu.

„Varnir beggja lið voru góðar. Við áttum nokkra góða spretti sóknarlega og þurfum að halda áfram að vinna með það sem við gerum vel. Valssliðið er mjög flott lið sem er agað og skipulagt og við bjuggumst alveg við svona leik.

Við erum ótrúlega stoltar að hafa landað sigri því þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var. Mér fannst við þó hafa yfirhöndina sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Sunna og bætti við.

„Svo er náttúrlega bara frábært að spila fyrir framan fólkið okkar í Eyjum. Það gaf okkur mikið að vera á heimavelli þrátt fyrir fjöldatakmarkanir. Klárlega aukamaður fyrir okkur að finna fyrir þessum stuðningi.

Þess utan er geggjað að vera einar í fyrsta sæti eftir þrjár umferðir en við höldum okkur á jörðinni og vitum að það er ennþá september,“ sagði Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn á Val í Olísdeild kvenna í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -