- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frændurnir hafa ekkert verið með Haukum fram til þessa

Geir Guðmundsson, Haukum, í leik gegn Gróttu á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson hafa lítið sem ekkert leikið með Haukum í æfingaleikjum síðan að undirbúningstímabilið hófst í sumar. Guðmundur Hólmar gekkst undir aðgerð á öxl í sumar og Geir leitaði sér lækningar vegna ítrekaðra tognunar á læri. Meiðslin hafa lengi gert Geir lífið leitt og héldu honum m.a. frá þátttöku í úrslitakeppninni í vor.

Geir sagði við handbolta.is um helgina að hann hafi farið í sprautumeðferð sem eigi að bæta úr skák þegar til lengri tíma sé litið. Hvort hann verður klár í slaginn strax í fyrsta leik Hauka í Olísdeildinnni í næsta mánuði verður að koma í ljós þegar nær dregur.

Guðmundur Hólmar Helgason t.v. í leik með Haukum gegn ÍBV í Hafnarfjarðarmótinu fyrir ári. Mynd/J.L.Long


Eins og áður segir þá fór Guðmundur Hólmar í aðgerð á hægri öxl í sumar. Aðgerðin gekk að óskum en því miður fékk hann bakslag í fyrsta æfingaleiknum sem hann tók þátt í.

„Þetta kennir manni bara enn einu sinni að fara ekki of snemma af stað,“ sagði Guðmundur Hólmar við handbolta.is.

Guðmundur verður að sýna þolinmæði til þess að ná öxlinni góðri svo hún þoli álagið sem fylgir leikjum í Olísdeildinni.

Olísdeild karla – leikjadagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -