- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkar og Ungverjar skammt frá undanúrslitum

Leikmenn ungverska landsliðsins fagna fimmta sigri sínum á EM í gær. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Eftir að tvær umferðir af fjórum eru að baki í milliriðli eitt á Evrópumóti kvenna í handknattleik þá standa heimsmeistarar Frakklands og landslið Ungverjalands svo vel að vígi að hvort þeirra vantar aðeins eitt stig til þess að öðlast sæti í undanúrslitum mótsins. Næstu leikir í riðlinum fara fram á morgun.

Í dag fara þrír leikir fram í milliriðli tvö:
14.30: Sviss - Slóvenía.
17.00: Danmörk - Þýskaland.
19.30: Holland - Noregur.


Í gær unnu Ungverjarar stórsigur á Pólverjum, 31:21, vel studdir af fjölmenni á áhorfendapöllunum í Debrecen. Fyrr um kvöldið unnu Frakkar öruggan sigur á Svartfellingum, 31:23.

Svíar töpuðu fyrir Rúmenum, 25:23, og geta svo gott sem gleymt sæti í undanúrslitum á þriðja stórmótinu í röð.

Petra Vamos að skora eitt af átta mörkum sínum fyrir ungverska liðið gegn Pólverjum. Ljósmynd/EPA

Öflugir Ungverjar

Petra Vamos var kona leiksins með átta mörk þegar Ungverjar unnu Pólverja með 10 marka mun. Ungverska liðið hefur notið þess í mótinu til þessa að leika í heimalandinu. Það virðist til alls líklegt eftir fimm örugga sigra, í riðlakeppninni og í milliriðlakeppninni. Ljóst virðist að uppbyggingarstarf síðustu ára er að skila árangri en Ungverjar hafa átt afar sigursæl yngri landslið um margra ára skeið.

Frakkinn Laura Flippes reynir að komast framhjá Svartfellingnum Ivana Godeci í viðureign þjóðanna í gær. Ljósmynd/EPA

Nýr þjálfari hjá Frökkum

Franska landsliðið hefur einnig leikið afar vel á EM undir stjórn nýs þjálfara, Sebastien Gardillou sem tók við af Olivier Krumbholz eftur Ólympíuleikana í sumar. Grace Zaadi Deuna skoraði sjö mörk í sigurleiknum á Svartfellingum í Debrecen í gær, 31:23. Estelle Nze Minko var næst með fimm mörk.

Virðast ekki sakna Neague

Rúmenska liðið hefur náð sér vel á strik á EM, betur en margir töldu eftir að Cristina Neague helsta stjarna rúmensks handknattleiks um árabil ákvað að láta gott heita með landsliðinu í vor. Rúmenar léku afar vel gegn sænska landsliðinu í gær. Ekki síst var varnarleikur Rúmena öflugur. Svíar skoruðu aðeins átta mörk í fyrri hálfleik. Lokatölur, 25:23, fyrir Rúmeníu.

Bianca Maria Bazaliu skoraði átta mörk fyrir rúmenska liðið og var markahæst. Lorena Gabriela Ostase var næst með sex mörk. Emma Filippa Lindqvist skoraði flest mörk fyrir sænska liðið, fimm. Jamina Roberts var næst með fimm mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -