- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Frakkar sendu Dani heim af HM og mæta Þjóðverjum

- Auglýsing -

Vonir Dana um að leika til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik urðu að engu í kvöld þegar lið þeirra tapaði fyrir töluvert vængbrotnu liði Frakka, 31:26, í síðustu viðureign átta liða úrslita í Rotterdam í kvöld. Frakkar voru mikið betri í leiknum og unnu svo sannarlega sannfærandi sigur eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12.

Frakkland mætir Þýskalandi í undanúrslitum á föstudaginn í Rotterdam og er áformað að flauta til leiks klukkan 16.45. Síðar sama kvöld eigast við Noregur og Holland í hinni viðureign undanúrslita.

„Við vorum undir pressu á öllum vígstöðvum frá upphafi,“ sagði Helle Thomsen landsliðsþjálfari Dana sem var að stýra landsliðinu í fyrsta sinn á stórmóti. „Margt í leikskipulagi okkar gekk ekki upp. Frakkar voru einfaldlega betri,“ bætti Thompsen við í samtali við TV2.

Liðskonur danska landsliðsins kveðja HM daufar í bragði. Ljósmynd/EPA

Franska liðið lék af miklum krafti gegn Dönum. Frakkar skoruðu þrjú fyrstu mörk viðureignarinnar. Þeir hleyptu Dönum aldrei yfir og voru fjórum mörkum yfir eftir 10 mínútur, 7:3. Danska liðinu tókst aðeins að klóra í bakkann um miðjan síðari hálfleik og minnka muninn í eitt mark.

Í síðari hálfleik réði franska liðið lögum og lofum gegn máttlausum tilraunum Dana að komast inn í leikinn.

Sarah Bouktit var markahæst hjá Frökkum með átta mörk úr átta skotum. Clarisse Mairot var næst með sex mörk.

Kristian Jørgensen var sú eina í danska liðinu sem náði sér á strik. Hún skoraði 11 mörk í 13 skotum hjá liðsfélaga sínum í Györi í Ungverjalandi, Hatadou Sako sem stóð í franska markinu nær því allan leiktímann.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -