- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Frakkinn fékk launaðan stuðninginn við Moustafa

- Auglýsing -

Formaður franska handknattleikssambandsins, Philippe Bana, var kjörinn varaforseti Alþjóða handknattleikssambandsins í Kaíró í dag. Bana lýsti því yfir nokkru fyrir þingið að franska handknattleikssambandið ætlaði að styðja Hassan Moustafa í kjöri til forseta. Þannig rauf Bana væntanlega samstöðu Evrópu en uppskar sæti varaforseta í staðinn. Landi Bana, Joel Delplanque, sem verið hefur varaforseti IHF undanfarin ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Eins og handbolti.is sagði frá fyrr í dag var Moustafa endurkjörinn forseti IHF til næstu fjögurra ára. Hann fékk ríflega 73% atkvæða.

Samstaða Evrópu rofnar – Frakkar styðja Moustafa

Bana fékk launaðan stuðninginn við Moustafa. Bana hlaut 108 atkvæði í kjöri um varaforseta. Ali Eshaqi frá Barein, sem var yfirlýstur stuðningsmaður Gerd Butzeck, eins þriggja mótframbjóðenda Moustafa, hreppti 68 atkvæði.

Engar breytingar voru á framkvæmdastjórn IHF á þinginu. Þeir fulltrúar framkvæmdastjórnar sem voru í kjöri hlutu brautargengi til setu næstu fjögur ár.

Daninn féll

Per Berthelsen, fyrrverandi formaður danska handknattleikssambandsins, var velt úr stól formanns mótanefndar IHF eftir 10 ára setu. Pascal Jenny frá Sviss tekur við.

Sambandslaust í þingsal

Þingið, sem fór fram í Kaíró í Egyptalandi, heimalandi Moustafa, þótti um margt gallað og IHF ekki til sóma. M.a. voru tæknilegir örðugleikar í morgun. Varð m.a. að gera langt hlé fyrir forsetakjörið vegna þess að margir þingfulltrúar heyrðu ekki hvað fór fram. Þeim var bent á að fylgjast með þingstörfum í streymi í gegnum farsíma! Netsamband í þingsal var skrykkjótt.

Einnig hafa mótframbjóðendur Moustafa gert athugasemdir við að hafa ekki fengið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingfulltrúa í gær. Moustafa hafi einn átt þess kost.

Skrípaleikur 2009

Síðast þegar Moustafa fékk mótframboð, árið 2009, mætti mótframbjóðandinn Jean Kaiser mótbyr af ýmsu tagi. M.a. slokknaði á hljóðkerfi fundarsalsins þegar hann ávarpaði þingið sem, eins og nú, fór fram í Kaíró.

Moustafa endurkjörinn með yfirburðum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -