- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Frakkar ívið sterkari í lokadansinum fyrir EM

- Auglýsing -

Frakkar höfðu betur gegn Íslendingum í París í dag, 31:29, í síðasta leik beggja þjóða fyrir Evrópumótið í handknattleik karla. Íslenska landsliðið var marki yfir í hálfleik, 16:15. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en Frakkar í þeim síðari. Varnarleikur Frakka var betri í síðari hálfleik auk þess sem Rémi Desbonnet varði afar vel.


Margt mjög gott var í leik íslenska landsliðsins í dag gegn afar sterku liði Evrópumeistara Frakka sem léku á heimavelli. Uppstilltur varnarleikur var öflugur og eins sóknarleikurinn sem var fjölbreyttur þar sem talsvert var um skiptingar á milli leikmanna. Hins vegar vantaði upp á nýtingu færa sem varð til þess að Frakkar fengu nokkuð af hröðum upphlaupum þar sem e.t.v. lá munurinn þegar upp var staðið.

Íslenska liðið lék afar vel í fyrri hálfleik. Vörn Frakka var sundurleikin á köflum. Um miðjan fyrri hálfleik var forskot íslenska liðsins þrjú mörk, 9:6, eftir að hafa verið mest fjögur mörk, 7:3.

Þegar á leið síðari hálfleik náðu Frakkar betur áttum og tókst að nálgast íslenska liðið.

Frakkar hertu upp hugann við varnarleikinn í síðari hálfleik og komust yfir, 22:21. Eftir það höfðu þeir yfirhöndina, 1 til 2 mörk.

Þegar 40 sekúndur voru til leiksloka gat Elliði Snær Viðarsson jafnað metin en skaut yfir. Svo virtist sem á honum hefði verið brotið. Ekkert var dæmt og Frakkar nýttu síðustu sókn sína til þess að tryggja sér tveggja marka sigur, 31:29.

Andri Már Rúnarsson og Viktor Gísli Hallgrímsson komu ekkert við sögu í leiknum.


Mörk Íslands: Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5/3, Bjarki Már Elísson 4, Elvar Örn Jónsson 4, Orri Freyr Þorkelsson 4/2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2, Haukur Þrastarson 1, Janus Daði Smárason 1, Teitur Örn Einarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11/1, 26,2%.

Mörk Frakklands: Aymeric Minne 9, Dika Mem 4, Hugo Descat 4/2, Ludovig Fabregas 3, Thibaud Briet 3, Dylan Nahi 2, Elohim Prandi 2, Melvyn Richardson 1, Benoit Koukoud 1, Nicolas Tournat 1, Yanis Lenne 1.
Varin skot: Rémi Desbonnet 9/1, 36% – Charles Bolzingen 2, 13,3%.

Nánari tölfræði hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í dag í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -