- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkland, Þýskaland eða Sviss bíður Valsmanna

Leikmanna Vals bíða fleiri ævintýri í Evrópudeildinni á næstu vikum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur innsiglaði sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld með stórsigri á PAUC, 40:31, í Origohöllinni. Ekki er hægt að útiloka að Valur hafni í fjórða sæti og enn er möguleiki á öðru sæti.

Til þess að ná öðru sæti þarf Valur að vinna sænska meistaraliðið Ystads í síðustu umferð riðlakeppninnar í Ystad á þriðjudaginn með a.m.k. þriggja marka mun. Þar með verða liðin jöfn að stigum og verður raðað í sæti eftir heildarmarkatölu allra leikja í riðlinum. Sjá hér undir liðnum teabrakers.

Fjögurra marka sigur Vals í Ystad innsiglar líka annað sætið.

Sigur Ystads eða jafntefli tryggir sænska liðinu annað sætið.

Valur er þegar með betri heildarmarkatölu en Ystads verði markatala í innbyrðisleikjum jöfn og liðin vinna hvort sinn leikinn.

Andstæðingur Vals í 16-liða úrslitum verður eitthvert þessara þriggja liða, Montpellier frá Frakklandi, Göppingen frá Þýskalandi eða Kadetten Schaffhausen frá Sviss.


Tveimur stigum munar á Ystads og Val í öðru og þriðja sæti, Ystads í hag eins og sjá má á stöðutöflunni neðst í greininni.

Ef Valur tapar í Ystads eða gerir jafntefli hafnar liðið í þriðja sæti B-riðils og mætir liðinu sem hafnar í öðru sæti A-riðils.

Tap eða jafntefli getur einnig þýtt fjórða sætið fyrir Val. Til þess þarf FTC að vinna Flensburg í síðustu umferðinni.

Sem stendur er Göppingen í öðru sæti í A-riðli, tveimur stigum á eftir Montpellier.

Göppingen og Montpellier eigast við í lokaumferðinni á þriðjudaginn í Þýskalandi. Takist Göppingen að vinna hreppir liðið fyrsta sætið og Montpellier verður í öðru sæti og mætir Val. Göppingen verður helst að vinna með a.m.k. átta marka mun sem e.t.v. langsótt.

Markatala Göppingen og Montpellier er jöfn fyrir síðasta leikinn. Hvort lið er með 47 mörk í plús.

Ef jafntefli verður í viðureign Göppingen og Montpellier hreppir franska liðið efsta sætið og mætir liðinu í fjórða sæti í B-riðli.


Ef Valur nær öðru sæti í B-riðli verður andstæðingurinn svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen sem verður í þriðja sæti í A-riðli hvernig sem allt verkast á lokaumferðinni. Kadetten getur jafnað Göppingen að stigum í lokaumferðinni en stendur hinsvegar lakar að vígi í innbyrðis leikjum.

Fyrri umferð 16-liða úrslita fer fram þriðjudaginn 21. mars og sú síðari 28. mars.


Með Kadetten Schaffhausen leikur Óðinn Þór Ríkharðsson og Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins.

Staðan í A-riðli:

Montpellier9801305:26816
Göppingen9702296:24914
Kadetten9603281:26912
Benfica9306262:2636
Presov9207249:2814
Vespzrémi KKFT9108256:3192

Staðan í B-riðli:

Flensburg9801300:25316
Ystads9513284:28111
Valur9414303:2959
FTC9324291:3018
PAUC9306266:2846
Benidorm9207266:2964
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -