- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram nær í tvo leikmenn frá HK

Elna Ólöf Guðjónsdóttir t.v. og Berglind Þorsteinsdóttir leika með Fram á næsta keppnistímabili. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Fram hefur samið við handknattleikskonurnar Beglindi Þorsteinsdóttur og Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur fyrir næsta keppnistímabili. Báðar leika þær nú með HK en hafa verið talsvert frá keppni vegna meiðsla á leiktíðinni.


Berglind Þorsteinsdóttir er vinstri skytta og afar sterkur varnarmaður sem hefur verið með landsliðinu af og til undanfarin tvö ár.


Elna Ólöf er línukona og hefur verið einn sterkasti varnarmaður deildarinnar síðastliðin tímabil. Hún átti sæti í B-landsliðinu sem kallað var saman til æfingaleikja í Tékklandi síðla árs 2021.


Berglind og Elna Ólöf fæddust árið 1999 og hafa leikið með HK í gegnum yngri flokka og upp í meistaraflokk. Um talsverða blóðtöku er að ræða fyrir HK-liðið sem virðist standa frammi fyrir þeirri staðreynd að falla úr Olísdeildinni í vor.

Einnig verða einhverjar breytingar hjá Fram í sumar. M.a. hættir þjálfarinn Stefán Arnarson eins og handbolta.is sagði frá á dögunum. Heimildir herma að Einar Jónsson taki við af Stefáni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -