- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram staðfestir komu Einars

Einar Jónsson flytur heim og tekur við þjálfun karlaliðs Fram í sumar. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Fram staðfestir í kvöld á Facebooksíðu sinni að Einar Jónsson taki við þjálfun karlaliðs félagsins í sumar af Sebastian Alexanderssyni, rétt eins og handbolti.is greindi frá upp úr hádegi í dag.

Forsvarsmenn Handknattleiksdeildar Fram ákváðu að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Sebastian sem stýrir Fram-liðinu út tímabilið.

Einar er öllum hnútum kunnugur í Safamýri. Hann þjálfaði kvenna-, og karlalið félagsins árum saman. Undir hans stjórn varð Fram Íslandsmeistari í handknattleik karla 2013 og bikarmeistari í kvennaflokki 2010 og 2011 auk nokkurra silfurverðlauna á Íslandsmóti kvenna.

Einar hefur einnig þjálfað hjá Stjörnunni og Gróttu hér heima auk þess að þjálfa bæði karla-, og kvennalið H71 í Færeyjum með góðum árangri leiktíðina 2019/2020. Þá þjálfaði Einar kvennalið Molde í Noregi á árunum 2013-2015 og kom því upp um tvær deildir. Einar hefur þjálfað karlalið Bergsøy í Noregi í vetur. Liðið á sæti í C-deild en lítið sem ekkert hefur verið leikið vegna kórónuveirunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -