- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Fram tapaði síðasta heimaleiknum

- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Fram töpuðu síðasta heimaleiknum í riðlakeppni Evrópudeildar í kvöld þegar HC Kriens-Luzern frá Sviss fagnaði sigri í Lambhagahöllinni, 35:31, í fjórðu umferð D-riðils. HC Kriens-Luzern var þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Fram er þar með án stiga eftir leikina fjóra og eiga eftir útileiki við Elverum frá Noregi og Porto frá Portúgal næstu tvö þriðjudagskvöld.


Alveg er víst eftir tapið í kvöld að Fram á ekki lengur möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildar.

Elverum vann Porto á útivelli í kvöld, 31:29, í hinum leik D-riðils og heldur enn í von um sæti í 16-liða úrslitum. Porto og HC Kriens-Luzern hafa sex stig hvort.

Framarar voru síst lakari lengi vel í fyrri hálfleik í kvöld. Svissneska liðið var hins vegar afgerandi sterkara í síðari hálfleik og segja má að sigur liðsins hafi aldrei verið í hættu.

Miðjumaðurinn Luca Sigrist fór á kostum í Lambhagahöllinni og skoraði 15 mörk fyrir HC Kriens-Luzern. Kevin Bonnefoi, markvörður, fór einnig á kostum og reyndist leikmönnum Fram einstaklega erfiður.

Dánjal Ragnarsson lék með Fram í kvöld eftir nærri tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla.


Mörk Fram: Viktor Sigurðsson 8, Dánjal Ragnarsson 5, Ívar Logi Styrmisson 5, Rúnar Kárason 5, Dagur Fannar Möller 2, Theodór Sigurðsson 2, Arnar Snær Magnússon 1, Erlendur Guðmundsson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1, Max Emil Stenlund 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 11, 27,5% – Arnór Máni Daðason 4, 40%.

Mörk HC Kriens-Luzern: Luca Sigrist 15, Milos Orbovic 7, Ben Zimmermann 4, Radojica Cepic 3, Moritz Oertli 2, Marc Bader 2, On Langenick 1, Ammar Idrizi 1.
Varin skot: Kevin Bonnefoi 19, 38%.

Öll úrslita leikja kvöldsins í riðlakeppni Evrópudeildar:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -