- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram er einum vinningi frá meistaratitlinum

Eiður Rafn Valsson og félagar í Fram eru í vænlegri stöðu eftir tvo sigurleiki á Val. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -



Fram er komið í kjörstöðu með tvo vinninga í kapphlaupinu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Framarar unnu á heimavelli í kvöld, 27:26, eftir spennuþrungnar lokamínútur. Þar með er Fram aðeins einum vinningi frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í 11. sinn og í fyrsta skipti í 12 ár.

Næsta viðureign liðanna fer fram í N1-höllinni á Hlíðarenda á fimmtudagskvöld. Fari Fram með sigur úr býtum verður liðið Íslandsmeistari. Takist Val að spyrna sér frá veggnum kemur til fjórðu viðureignar á sunnudaginn á heimavelli í Lambhagahöllinni þar sem einnig var leikið í kvöld.


Leikurinn í kvöld var skemmtilegur og hraður í fyrri hálfleik. Að loknum loknum voru leikmenn Fram yfir, 17:16, eftir að hafa skorað þrjú síðustu mörkin.

Breki Hrafn Árnason mætti í mark Fram í upphafi síðari hálfleiks og fór mikinn. Hann varði allt hvað af tók framan af og náðu Framarar fjögurra marka forskoti, 20:16. Áfram var frumkvæðið Framarar. Þeir voru þremur mörkum yfir, 25:22, þegar um fimm mínútur voru eftir og gátu náði fjögurra marka forskot. Þeim tókst það ekki. Valsmenn voru grimmir á lokasprettinum og skoruðu tvö síðustu mörkin, minnkuðu muninn í eitt mark, 27:26. Þreyta virtist segja til hjá leikmönnum Fram sem fóru illa með góð færi gegn Björgvin Páli Gústavssyni sem átti frábæran leik.

Valur átti þess kost að jafna metin, 27:27, í síðustu sókn. Skot Bjarna í Selvindi 10 sekúndum fór í stöng. Framarar náðu að hanga á boltanum. Svo virtist vera sem Breki Hrafn markvörður Fram tæki of mörg skref á lokasekúndum með boltann. Ágætir dómarar leiksins voru ekki á sama máli og leiktíminn rann út eftir Breki Hrafn kom boltanum loksins frá sér fram leikvöllinn.


Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 8, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Erlendur Guðmundsson 4, Theodór Sigurðsson 2, Rúnar Kárason 2, Eiður Rafn Valsson 2, Dagur Fannar Möller 2, Kjartan Þór Júlíusson 1, Marel Baldvinsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 8, 44,4% – Arnór Máni Daðason 7/1, 30,4%.
Mörk Vals: Ísak Gústafsson 5, Bjarni í Selvindi 4, Allan Norðberg 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Andri Finnsson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Róbert Aron Hostert 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/1, 38,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is var í Lambhagahöllinni og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -