- Auglýsing -
Ungmennalið Fram er komið á kunnulegar slóðir í Grill66-deild kvenna í handknattleik eftir að það vann ungmennalið ÍBV, 33:28, í Framhúsinu í dag eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10. Framliðið er þar með komið í efsta sæti með tvo sigra. FH, Selfoss og Grótta eru einnig með fjögur stig en hafa hvert um sig tapað einum leik.
Grótta vann ungmennalið HK í Kórnum, 27:24, eftir því sem næst verður komist. Fjölnir/Fylkir fagnaði sínum fyrsta sigri á leiktíðinni er liðið vann ungmennalið Stjörnunnar með tveggja marka mun í TM-höllinni, 31:29.
Fram U – ÍBV U 33:28 (16:10).
Mörk Fram U.: Tinna Valgerður Gísladóttir 10, Valgerður Arnalds 8, Svala Júlía Gunnarsdóttir 5, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 5, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 3, Dagmar Pálsdóttir 2.
Mörk ÍBV U.: Þóra Björg Stefánsdóttir 11, Ólöf María Stefánsdóttir 6, Ingibjörg Olsen 5, Aníta Björk Valgeirsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Karla Arnarsdóttir 1, Sara Sif Jónsdóttir 1, Amelía Dís Einarsdóttir 1.
Stjarnan U – Fjölnir/Fylkir 29:31 (14:16).
Mörk Stjörnunnar U.: Katla María Magnúsdóttir 9 , Sonja Lind Sigsteinsdóttir 6, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 5, Birta Líf Haraldsdóttir 2, Hekla Rán Hilmisdóttir 2, Guðný Kristín Erlingsdóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1, Thelma Lind Victorsdóttir 1, Hafdís Hanna Einarsdóttir 1.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Harpa Elín Haraldsdóttir 8, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 7, Anna Karen Jónsdóttir 6, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 5, Ada Kozicka 4, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
HK U – Grótta 24:27 (10:15).
Mörk HK U.: Inga Dís Jóhannsdóttir 7, Margrét Guðmundsdóttir 4, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Embla Steindórsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Telma Medos 1, Amelía Laufey M. Gunnarsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 7, Rut Bernódusdóttir 6, Valgerður Helga Ísaksdóttir 4, Jónína Líf Ólafsdóttir 4, Guðný Hjaltadóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Dagný Lára Ragnarsdóttir 1.
Staðan og næstu leikir í Grill66-deild kvenna er hér.
- Auglýsing -