- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar eru komnir á toppinn – Afturelding og Stjarnan kreistu út sigra

Sigurdans toppliðs Olísdeildar karla, Fram, á gólfi KA-heimilisins í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Framarar settust í efsta sæti Olísdeild karla í handknattleik eftir sigur á KA, 37:34, í KA-heimilinu í enn einum markaleiknum í deildinni í vetur. Piltarnir úr Úlfarsárdalnum hafa þar með 25 stig að loknum 17 leikjum, eru stigi fyrir ofan Aftureldingu sem batt enda á þriggja leikja sigurgöngu HK að Varmá í kvöld, 35:31. Í þriðja leik kvöldsins í deildinni marði Stjarnan sigur á Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 29:28.

Sóknarleikur í hávegum hafður

Sóknarleikurinn var í hávegum hafður í KA-heimilinu í kvöld eins og stundum áður þegar Framarar eiga í hlut. Fá lið Olísdeildar leika skemmtilegri sóknarleik um þessar mundir en leikmenn Framara. Þeim líkaði lífið gegn KA sem hefur átt í mestu vandræðum með varnarleik sinn á tímabilinu. En líkt og gegn ÍR á sunnudaginn þá vafðist sóknarleikurinn ekkert fyrir KA-mönnum þótt þeir sakni enn eins skæðasta sóknarmanns síns, Bjarna Ófeigs Valdimarssonar. Fram var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:16.

HK síst lakara lengi vel

Í Mosfellsbæ mættu HK-menn galvaskir til leiks gegn Aftureldingu eftir þrjá sigurleiki í röð í Olísdeildinni, m.a. á Haukum í síðustu viku. HK-ingar voru öflugri lengst af í fyrri hálfleik. Þeir léku Aftureldingarliðið grátt með öflugum sóknarleik, ekki síst fyrstu 20 mínúturnar þegar Kópavogsliðið skoraði 14 mörk. Aftureldingarliðinu tókst að berja aðeins í brestina fyrir lok hálfleiksins og vera aðeins marki undir eftir 30 mínútur, 18:17.

Aftureldingarliðið byrjaði síðari hálfleik betur og komst í fyrsta sinn yfir, 20:19, eftir sex mínútur. Það sem eftir var leiksins voru Aftureldingarmenn yfir en HK-liðið var aldrei langt undan. Það var var í raun ekki fyrr en á síðustu fimm mínútunum sem Aftureldingarliðinu tókst að hrista HK-inga af sér og vinna, 35:31.

Ísak og Adam riðu baggamuninn

Ísak Logi Einarsson skoraði sigurmark Stjörnunnar, 29:28, gegn Gróttu níu sekúndum fyrir leiksloka. Nokkrum sekúndum áður hafði Adam Thorstensen, markvörður, komið í veg fyrir að Grótta skoraði þriðja mark sitt í röð og næði forystunni er hann varði frá Atla Steini Arnarsyni.

Gróttumenn voru tveimur mörkum yfir, 22:20, þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Stjarnan svaraði með fjórum mörkum í röð á fimm mínútna kafla og náði yfirhöndinni sem liðið lét ekki af hendi fyrr en Grótta jafnaði með marki Jóns Ómars Gíslason úr vítakasti tveimur mínútum fyrir leikslok.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


KA – Fram 34:37 (16:18).
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 12/1, Patrekur Stefánsson 8, Dagur Árni Heimisson 6, Ott Varik 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Arnór Ísak Haddsson 1, Logi Gautason 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 14/1, 31,8% – Úlfar Örn Guðbjargarson 2, 28,6%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 9, Rúnar Kárason 8, Tryggvi Garðar Jónsson 4, Marel Baldvinsson 4, Erlendur Guðmundsson 3, Ívar Logi Styrmisson 3/1, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Theodór Sigurðsson 2, Arnór Máni Daðason 1, Dagur Fannar Möller 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 11, 29,7% – Breki Hrafn Árnason 6, 42,9%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Afturelding – HK 35:31 (17:18).
Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 9/2, Ihor Kopyshynskyi 8, Blær Hinriksson 7, Stefán Magni Hjartarson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Harri Halldórsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 7, 31,8% – Einar Baldvin Baldvinsson 3, 16,7%.
Mörk HK: Leó Snær Pétursson 6/1, Sigurður Jefferson Guarino 6, Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Ágúst Guðmundsson 5, Tómas Sigurðarson 2, Andri Þór Helgason 2, Aron Dagur Pálsson 2, Júlíus Flosason 1, Styrmir Máni Arnarsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 6, 25% – Róbert Örn Karlsson 3, 16,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Grótta – Stjarnan 28:29 (14:14).
Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 8/4, Jakob Ingi Stefánsson 7, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 4, Atli Steinn Arnarson 3, Antoine Óskar Pantano 2, Gunnar Dan Hlynsson 1, Alex Kári Þórhallsson 1, Sæþór Atlason 1, Ágúst Ingi Óskarsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 12, 32,4% – Hannes Pétur Hauksson 0.
Mörk Stjörnunnar: Jóel Bernburg 7, Sveinn Andri Sveinsson 6, Ísak Logi Einarsson 4, Benedikt Marinó Herdísarson 4, Rytis Kazakevicius 4, Tandri Már Konráðsson 3/2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 11, 40,7% – Sigurður Dan Óskarsson 2, 14,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -