- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar fóru kampakátir frá Ásvöllum

Framarar fagna þegar flautað var til leiksloka. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Fram er bikarmeistari í handknattleik karla í fyrsta sinn í aldarfjórðung og aðeins í annað sinn eftir sigur á Stjörnunni, 31:25, á Ásvöllum í Hafnarfirði síðdegis í dag í úrslitaleik Poweradebikarsins. Framarar voru sterkari í leiknum frá upphafi til enda. Stjörnumenn, sem léku afar vel gegn ÍBV í undanúrslitum, náðu góðum köflum í úrslitaleiknum en það nægði ekki. Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12.

Úrslitaleikur karla var hraður og fjörugur frá fyrstu mínútu. Jafnvægi var í viðureigninni fyrstu 15 til 20 mínúturnar. Þá náði Fram þriggja marka forskoti eftir 20 mínútur og virtist ætla að rifa sig frá. Sú varð ekki raunin og aðeins var tveggja marka munur í hálfleik, 14:12, Fram í dag.

Karlalið Fram, bikarmeistari í Poweradebikarnum 2025. Ljósmynd/J.L.Long

Magnús Öder Einarsson fyrirliði Fram fékk beint rautt spjald eftir rúmar sjö mínútur fyrir að stöðva Svein Andra Sveinsson nokkuð háskalega. Eftir að hafa lítið á skjáinn voru dómararnir vissir í sinni sök.

Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður hafði Fram tveggja marka forskot, 21:19. Aðeins nokkrum mínútum áður hafði Jóel Bernburg jafnað metin fyrir Stjörnuna, 18:18.

Fagnað með hluta stuðningsmanna eftir að flautað var til leiksloka. Um 2.000 áhorfendur voru á úrslitaleiknum og hörkugóð stemning. Ljósmynd/J.L.Long

Átta mínútum fyrir leikslok tók Stjörnunni að minnka muninn í eitt mark. Framarar svöruðu með þremur mörkum í röð og þá má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Stjarnan fór í sjö manna sóknarleik á síðustu mínútunum til að freista þess að slá vopnin úr höndum Framarar en segja má að vopnin hafi þess í stað snúist í höndum Stjörnunnar sem tapaði með meiri mun en frammistað þeirra í leiknum gaf til kynna.

Mörk Fram: Ívar Logi Styrmisson 8/5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Reynir Þór Stefánsson 4, Theodór Sigurðsson 3, Rúnar Kárason 3, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Eiður Rafn Valsson 2, Erlendur Guðmundsson 2, Max Emil Stenlund 1, Marel Baldvinsson 1, Dagur Fannar Möller 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 7/1, 28% – Breki Hrafn Árnason 4, 40%.
Mörk Stjörnunnar: Jóel Bernburg 7, Pétur Árni Hauksson 3, Hans Jörgen Ólafsson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Sveinn Andri Sveinsson 2, Benedikt Marinó Herdísarson 2, Tandri Már Konráðsson 2, Daníel Karl Gunnarsson 2, Jóhannes Bjørgvin 1, Ísak Logi Einarsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 11, 32,4% – Sigurður Dan Óskarsson 5/1, 55,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -