- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar kafsigldu ÍBV

Stefán Arnarson, þjálfari Fram ræðir við leikmenn sína. Hann hættir í vor. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fram kom á mikilli siglingu til leiks í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í kvöld og hreinlega kafsigldi ÍBV-liðið, 28:18, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 15:6. Næsti leikur liðanna verður í Vestmannaeyjum á mánudaginn.


Fyrri hálfleikur var hreinlega sýnikennsla af hálfu leikmanna Fram. Þær gáfu tóninn strax í upphafi með því að skora fyrstu fimm af sex mörkum leiksins. Varnarleikur liðsins var frábær og ÍBV skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 14 mínútum leiksins. Leikmenn ÍBV voru vafalaust þreyttir eftir odda leik við Stjörnuna á þriðjudaginn.


Ákafinn var mikill í Framliðinu sem fór á kostum. Sem fyrr segir var varnarleikurinn frábær og svo vildi til að leikmenn ÍBV komust í opin færi þá var Hafdís Renötudóttir við öllu búin í markinu. Eyjaliðið komst hvorki lönd né strönd. Framliðið réði ferðinni og hafði níu marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:6.


Það hefur ekki verið auðvelt fyrir leikmennn ÍBV að fara út í síðari hálfleikinn níu mörkum undir. Enda léttist róður þeirra lítt og um miðjan síðari hálfleik var forskot Fram ennþá níu mörk, 20:11.


Lítt sem ekkert dró saman með liðunum. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka fór Stefán Arnarson þjálfari Fram að kalla kanónurnar til baka hverja af annarri og hleypa þeim yngri og óreyndari að. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, gerði slíkt hið sama enda löngu ljóst að þessi orrusta var ÍBV töpuð.


Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 7/4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Emma Olsson 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 13/1, 46,4% – Ingunn María Brynjarsdóttir 2, 66,7% – Írena Björk Ómarsdóttir 0.

Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 5, Karoliona Loszowa 4, Elísa Elíasdóttir 3, Lina Cardell 2, Marija Jovanovic 2/2, Bríet Ómarsdóttir 1, Ingibjörg Olsen 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 9, 29% – Erla Rós Sigmarsdóttir 0.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Leikjadagskrá úrslitakeppni Olísdeildarinnar er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -