Eftir 15 marka tap í Sviss á þriðjudaginn millilentu Framarar í Vestmannaeyjum í kvöld og mættu eins og grenjandi ljón til leiks gegn ÍBV. Eyjamönnum tókst ekki standast leikmönnum Fram snúning í þessum ham. Fór svo að Fram vann öruggan sigur, 34:28, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12.
Staða liðanna er óbreytt í deildinni eftir viðureignina. ÍBV situr í sjötta sæti með 11 stig að loknum 10 viðureignum. Framarar hafa 10 stig í næsta sæti á eftir.
Leikmenn Fram tóku fljótlega öll völd á leikvellinum og voru með yfirhöndina allt til leiksloka. Frammistaða liðsins er allt önnur og betri en að undanförnu, ekki bara í Sviss heldur einnig gegn Val á dögunum.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 9, Andri Erlingsson 5, Sveinn José Rivera 4, Dagur Arnarsson 3, Daníel Þór Ingason 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Anton Frans Sigurðsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Róbert Sigurðarson 1.
Mörk Fram: Rúnar Kárason 8, Viktor Sigurðsson 6, Ívar Logi Styrmisson 5, Arnar Snær Magnússon 3, Eiður Rafn Valsson 3, Breki Hrafn Árnason 2, Erlendur Guðmundsson 2, Kjartan Þór Júlíusson 2, Arnór Máni Daðason 1, Arnþór Sævarsson 1, Dagur Fannar Möller 1.
Engar upplýsingar um varin skot er að finna á HBritara.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Daníel Þór og Jokanvic eru með ÍBV gegn Fram



