- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framlengingin var algjörlega þeirra

Sunna Jónsdóttir er alltaf öflug í liði ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Framlengingin var algjörlega þeirra. Vörnin datt í sundur hjá okkur og við nýttum ekki færin okkar,“ sagði Sunna Jónsdóttir hin þrautreynda handknattleikskona hjá deildarmeisturum ÍBV eftir tap fyrir Haukum, 29:26, í framlengingu í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í gær.

Staðan er þar með jöfn, hvort lið hefur tvo vinninga og gera upp reikningana oddaleik í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn klukkan 18.

„Leikurinn var annars hnífjafn og spennandi, stál í stál frá upphafi til enda. Varnarleikurinn var góður og markvarslan einnig. Sigurinn gat fallið hvorum megin sem var í venjulegum leiktíma,“ sagði Sunna sem sagði að úr því komið væri ríkti eftirvænting eftir oddaleiknum í Vestmannaeyjum. Þá mun sjóða á keipum ef að líkum lætur.

Þetta er „bjútíið“ við úrslitakeppnina

„Það verður bara allt undir á þriðjudaginn. Leikurinn í dag var skemmtilegur með fjölda áhorfenda. Mjög margir komu með okkur og eins var góð stemning Haukameginn. Þar af leiðandi var frábær stemning á leiknum í dag. Það verður ekki síðri stemning í Eyjum á þriðjudaginn. Því get ég lofað.

Við erum vonsviknar að ekki hafa náð að klára einvígið í dag eins og við ætluðum okkur. Við munum ekki staldra lengi við þetta. Nú einbeitum við okkur fullkomlega að leiknum á þriðjudaginn. Þetta er „bjútíið við úrslitakeppnina,“ sagði Sunna Jónsdóttir leikmaður ÍBV í samtali við handbolta.is á Ásvöllum í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -