- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framlengir dvölina hjá Gummersbach

Elliði Snær Viðarsson, landsliðsmaður og leikmaður Gummersbach. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn og landsliðsmaðurinn í handknattleik, Elliði Snær Viðarsson, hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksliðið Vfl Gummersbach um eitt ár. Hann er þar með samningsbundinn liði félagsins fram á mitt ár 2023.


Gummersbach greindi frá þessu í morgunsárið. Elliði Snær gekk til liðs við Gummersbach frá ÍBV sumarið 2020. Hann lék stórt hlutverk jafnt í vörn sem sókn hjá liðinu á sínu fyrsta tímabili og hefur reynst enn aðsópsmeiri á keppnistímabilinu sem nú stendur yfir. Gummersbach er og hefur verið í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar síðan keppni hófst í september.

Elliði Snær lék með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Egyptalandi í upphafi þessar árs. Var það hans fyrsta stórmót með A-landsliðinu. Elliði Snær er í 35 manna hópi landsliðsins sem valinn var á dögunum og úr verður valið til þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði.


Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach og með liði félagsins er annar Eyjamaður, Hákon Daði Styrmisson. Hann er samningsbundinn til 2024. Til viðbótar þá bættist Óðinn Þór Ríkharðsson tímabundið í hóp leikmanna Gummersbach á dögunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -