- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framlengir samninginn meðan staðið er í ströngu

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir, hornakona úr ÍR. Mynd/ÍR
- Auglýsing -

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR. Ásthildur kom til liðs við ÍR-inga í sumar frá Stjörnunni og skoraði 44 mörk í 16 leikjum í Grill66-deildinni í vetur.

Ásthildur Bertha, sem leikur í stöðu hægri hornamanns, stendur þessa dagana í ströngu með samherjum sínum í umspili um sæti í Olísdeild kvenna.

„Ásthildur hefur verið öflug fyrir okkur í vetur og lykilhlekkur í liðinu. Hún er frábær karakter og hefur komið sterk inn í hópinn bæði innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægð með að hún skuli halda áfram með okkur og hlakka til að vinna áfram með henni,“ er haft eftir Sólveigu Láru Kjærnested þjálfara ÍR í tilkynningu félagsins.

Fjórði leikurinn á sunnudag

Fjórða viðureign ÍR og Selfoss í umspili Olísdeildar kvenna fer fram í íþróttahúsi ÍR, Skógarseli, á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 19. ÍR hefur unnið tvo leiki en Selfoss einn. Liðið sem fyrr vinnur þrisvar sinnum öðlast sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -