- Auglýsing -
Kristófer Ísak Bárðarson hefur framlengt samning sinn við ÍBV fram til ársins 2028. Hann kom til félagsins sumarið 2024 frá HK og hefur síðan jafnt og þétt sótt í sig veðrið.
„Kristófer er einn af okkar efnilegu leikmönnum innan félagsins og hefur sýnt frábæran karakter, vinnusemi og stöðuga framför. Við hlökkum til að sjá hann halda áfram að þróast næstu árin,“ segir í tilkynningu frá ÍBV handbolti.
- Auglýsing -


