- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framtíð Vipers ræðst síðdegis á sunnudaginn

Leikmenn Vipers Kristiansand sigri meðan svo virtist sem rekstur félagsins léki í lyndi. Mynd/EPA
- Auglýsing -


Stjórnendur norska stórliðsins Vipers Kristiansand gefa sér helgina til þess að fara yfir stöðu félagsins, hvort hægt verði að halda í því lífi eða ekki. Eins og kom m.a. fram á handbolti.is á þriðjudaginn sendi félagið frá sér tilkynningu um að það vantaði 25 milljónir norskra króna fyrir lok vikunnar, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, til að forðast gjaldþrot.

Peter Gitmark formaður stjórnar félagsins segir við TV2 í Noregi í dag að tilboð hafi borist félaginu undanfarna daga. Hann vildi ekkert segja hvaðan þau hafi borist né hvort talið sé að þau muni nægja til að bjarga félaginu. Eins gat Gitmark ekkert um það hvort og þá hvaða skilyrði fylgdu tilboðunum eða aðstoð. Danskir fjölmiðlar segja frá því að aðilar utan Noregs vilji hlaupa undir bagga.

Vottur af bjartsýni

„Við förum inn í helgina með vott af bjartsýni þótt staða félagsins sé alvarleg,“ er haft eftir Gitmark á TV2 ef tíðindaritara handbolta.is skriplar ekki alvarlega á skötu í skilningi sínum á norsku.

Síðasti leikur á morgun?

Vipers mætir Budocnost í riðlakeppni Meistaradeildar í Kristiansand á morgun. Budocnost var í sumar bjargað frá gjaldþroti á elleftu stundu en mátti í staðinn mæta miklum niðurskurði svo liðið er ekki svipur hjá sjón að getu. Hvort leikurinn á morgun verður sá síðasti í sögu Vipers Kristiansand eða ekki skýrist síðdegis á sunnudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -